Góður sigur Keflavíkur í markaleik
Keflavík mætti Fjölni í C-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Hvorki fleiri né færri en átta mörk voru skoruð í leiknum en Keflavík komst yfir á 19. mínútu með marki frá Marín Rún Guðmundsdóttur, Anita Lind Daníelsdóttir kom síðan Keflavík í tveggja marka forystu á 21. mínútu en Fjölnir náði að minnka muninn á 32. mínútu og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn 2-2.
Marín Rún kom Keflavík yfir í byrjun hálfleiks eða á 46. mínútu, þá bætti Anita Lind við öðru marki sínu og fjórða marki Keflavíkur á 52. mínútu. Sophie Groff bætti við markatölu Keflavíkur og skoraði fimmta markið á 71. mínútu.
Fjölnir gerði þriðja markið sitt á 83. mínútu en náði ekki að komast nær Keflavík og lokatölur leiksins 3-5 fyrir Keflavík.
Keflavík er í efsta sæti í sínum riðli með sex stig eftir tvo leiki í C-deild kvenna.
Markaskorarar leiksins:
0-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('19)
0-2 Anita Lind Daníelsdóttir ('21)
1-2 Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('32)
2-2 Rósa Pálsdóttir ('41)
2-3 Marín Rún Guðmundsdóttir ('46)
2-4 Anita Lind Daníelsdóttir ('52)
2-5 Sophie Groff ('71)
3-5 Íris Ósk Valmundsdóttir ('83)