Góður sigur Keflavíkur
Keflavík tók á móti Haukum í Domino´s-deild kvenna í körfu í gærkvöldi en Keflavík er í harðri toppbaráttu við Hauka í deildinni. Sigurinn í kvöld var því mikilvægur og náði Keflavík að koma sér í annað sætið þar sem að Valur, sem var með hagstæðari úrslit, var fyrir ofan Keflavík á stigatöflunni í 2.-3. sæti.
Lokatölur leiksins voru 90-70 og var Brittanny Dinkins lykilmaður Keflavíkur, eins og svo oft áður og skoraði 40 stig, var með 6 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 11 fráköst.
Næst síðasta umferð deildarinnar fór fram í dag og því er ljóst að það verður hart barist um helgina þegar Keflavík heimsækir nágranna sína í Njarðvík þann 24. mars.
Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 15 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 9 stig og 4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir var með 7 stig og 4 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir 7 stig, 6 fráköst of 11 stoðsendingar.