Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður sigur hjá Reynismönnum
Fufura skoraði tvö í 5:2 sigri Reynis. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 13. september 2020 kl. 08:43

Góður sigur hjá Reynismönnum

Í gær lék Reynir á Blue-vellinum gegn Vængjum Júpiters í 3. deild karla í knattspyrnu. Reynismönnum hafði örlítið fatast flugið í síðustu leikjum en þeir rifu sig í gang eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum.

Það voru Vængir Júpiters sem skoruðu fyrsta marki á 12. mínútu en markahrókurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson jafnaði leikinn á þeirri 18.

Vængir Júpiters komust aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks (49') en þá hysjuðu Reynismenn upp um sig buxurnar og gáfu allt í botn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krystian Wiktorowicz jafnaði leikinn á 58. mínútu í 2:2 og þremur mínútum síðar (61') kom Guðmundur Gísli Gunnarsson þeim yfir í leiknum.

Það var Elton Renato Livramento Barros sem átti lokaorðin í leiknum, hann skoraði í tvígang (68' og 75') og Reynismenn sigldu góðum sigri í höfn eftir tvo dapra tapleiki.

Reynir situr í öðru sæti 3. deildar, tveimur stigum á eftir toppliði KV en eiga sjö stig á Augnablik sem er í þriðja sæti.