Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður sigur hjá Njarðvík
Laugardagur 14. maí 2011 kl. 22:41

Góður sigur hjá Njarðvík


Njarðvík sigraði  Árborg 4 - 2 í fyrsta leiknum í 2. deild sem fór fram á Njarðtaksvellinum í dag. Heimamenn sem byrjuðu leikinn mjög vel og réðu gangi mála vildu fá vítaspyrnu fljótlega í leiknum en fengu ekki. Það voru síðan gestirnir sem náðu forystunni eftir sitt fyrsta upphlaup en þeir náðu að skora með góðu skallamarki eftir hornspyrnu. Ólafur Jón Jónsson jafnaði leikinn fyrir Njarðviík úr vítaspyrnu og Andri Fannar Freysson skoraði síðan á 44. mín eftir góða fyrirgjöf frá Garðari Eðvaldssyni.

Fljótlega í fyrrihálfleik jafnaði Árborg leikinn þegar þeir skorðu með góðu skallamarki en vörnin var ekki vel vakandi í þeim aðdraganda. Njarðvíkingar náðu forystunni fljótlega aftur þegar Einar Marteinsson hamraði boltann í markið eftir hornspyrnu. Þegar hér var komið við sögu réðu Njarðvíkingar gangi mála sem eftir var og Andri Fannar gerði fjórða markið  þegar stutt var eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar voru ekki að leika vel í dag en leikurinn batnaði þegar á leið en gestirnir sýndu mikinn baráttuhug og veittu okkur verðuga keppni. Því miður er ekki hægt að setja nákvæmari upplýsingar þar sem dómarinn var farin úr húsi án þess að gefa heimaliðinu möguleika á að taka ljósrit af leikskýrslu. Næsti leikur Njarðvíkur er eftir viku gegn KF á Ólafsfirði.

Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson. Umsögn um leikinn af vef UMFN.