Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur hjá 3. flokki Keflavíkur
Mánudagur 1. nóvember 2004 kl. 14:16

Góður sigur hjá 3. flokki Keflavíkur

3. flokkur Keflavíkurstúlkna vann góðan sigur á Haukum í Faxaflóamótinu í knattspyrnu í gær, 3-2.

Keflavík komst yfir 1-0 strax á fyrstu mínútu með marki frá Helenu Rós Þórólfsdóttur og þannig var staðan í hálfleik.  Haukar náðu síðan að jafna úr víti snemma í seinni hálfleik og komust síðan yfir 1-2. Helena Rós var hins vegar á skotskónum og jafnaði 2-2. Andrea Frímannsdóttir tryggði Keflvíkingum svo sigurinn undir lokin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024