Góður Njarðvíkursigur – Bikarmeistararnir töpuðu
Heil umferð fór fram í gærkvöld í Dominos-deild kvenna. Njarðvík vann góðan útisigur gegn Fjölni, 89-94. Lele Hardy var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 30 stig og tók einnig 20 fráköst. Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 19 stig.
Keflavík var greinilega ekki komið niður á jörðina eftir að hafa orðið bikarmeistari á laugardag. Liðið lá á útivelli gegn Haukum, 67-58. Keflavík var yfir í hálfleik en lék illa í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 20 stig gegn 41 stigi Hauka. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 24 stig fyrir Keflavík.
Grindavík tapaði fyrir KR á útivelli, 59-47. Leikurinn var kaflaskiptur en slæmur lokaleikhluti Grindavíkurliðsins gerði út um leikinn. Grindavík skoraði aðeins 6 stig í lokaleikhlutanum og því fór sem fór. Petrúnella Skúladóttir var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 19 stig.
KR-Grindavík 59-47 (10-15, 24-11, 10-15, 15-6)
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 19, Crystal Smith 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/5 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.
Haukar-Keflavík 67-58 (8-14, 18-24, 22-11, 19-9)
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/8 fráköst/8 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 12/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 4/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.
Fjölnir-Njarðvík 89-94 (16-17, 21-15, 16-22, 25-24)
Njarðvík: Lele Hardy 30/20 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 9/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 8, Emelía Ósk Grétarsdóttir 7/4 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Salbjörg Sævarsdóttir 4/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 3/5 stoðsendingar.
Staðan í Dominos-deild kvenna:
1 Keflavík 22 19 3 1723 - 1485 38
2 Snæfell 22 17 5 1571 - 1346 34
3 KR 22 14 8 1488 - 1443 28
4 Valur 22 12 10 1467 - 1408 24
5 Haukar 22 10 12 1513 - 1546 20
6 Njarðvík 22 7 15 1533 - 1719 14
7 Grindavík 22 6 16 1505 - 1645 12
8 Fjölnir 22 3 19 1532 - 1740 6