Góður leikur Krystal dugði Njarðvík ekki til sigurs
Krystal Scott gerði 34 stig fyrir Njarðvík í kvöld gegn ÍS í ljónagryfjunni í 1. deild kvenna en það dugði þó heimastúlkum ekki til sigurs. Lokatölur urðu 72:77, Stúdínum í hag en frábær 4. leikhluti af þeirra hálfu skóp sigurinn. Njarðvíkurstúlkur reyndu þó hvað þær gátu til að komast aftur inn í leikinn og gerðu það en munur ÍS var orðinn of mikill í lokin til að þær næðu að knýja fram sigur.Njarðvík er sem fyrr í 2.- 4. sæti deildarinnar með 14 stig en Njarðvík og ÍS hafa þó leikið einum leik meira en hin liðin í deildinni.