Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður leikur Keflvíkinga dugði ekki gegn Blikum
Hólmar Örn Rúnarsson skoraði mark Keflvíkur en þetta var fysta mark liðsins síðan 4. júní. VF-myndir/pket og ÁrniÞór.
Mánudagur 30. júlí 2018 kl. 21:27

Góður leikur Keflvíkinga dugði ekki gegn Blikum

-fyrsta mark Keflvíkinga í nærri tvo mánuði

Þrátt fyrir góða baráttu og annan brag á liðinu máttu Keflvíkingar þola enn eitt tapið í Pepsi-deildinni í knattspyrnu en þeir töpuðu 1-3 fyrir Breiðabliki á Nettó-vellinum í kvöld. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði mark heimamanna úr víti eftir að Davíð Snær Jóhannsson hafði verið felldur inni í teig. Þetta var fyrsta mark Keflvíkinga í nærri tvo mánuði eða síðan 4. júní.

„Það var margt jákvætt en við vorum bara númeri of litlir,“ sagði Hólmar eftir leikinn.
Sindri K. Ólafsson markvörður fékk dæmt á sig víti og gestirnir lokuðu dæminu með þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Hann og fleiri voru mjög ásáttir með þann dóm. Þá vildu Keflvíkingar fá víti þegar Lasse Rise var felldur inni í teig í fyrri hálfleik en heimamenn léku mjög vel þá og var ekki að sjá að annað liðið væri á botni deildarinnar en hitt við toppinn.

„Þetta voru góðar 80 mínútur en við opnuðumst illilega í tíu mínútur en þetta var mun betri leikur hjá okkur en undanfarið. Meiri kraftur og hugrekki,“ sagði Gunnar Oddsson við VF eftir leikinn en hann er í þjálfarateymi bítlabæjarliðsins.
Mörk Blika komu á 54. mín., 61. og lokamarkið á 90. mín. Thomas Mikkelsen skoraði 2. og 3. mark Blika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðja mark UBK gerði út um leikinn. Vafasöm vítaspyrna sem gestirnir fengu. VF-mynd/ÁrniÞór.

Viðtal við Hólmar Örn eftir leikinn.

Keflavík-Breiðablik Pepsi karla