Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður heimasigur Keflavíkurstúlkna
Miðvikudagur 16. júní 2004 kl. 23:15

Góður heimasigur Keflavíkurstúlkna

Keflavík vann góðan heimasigur á HK/Víkingi í kvöld, 1-0. Ágústa Jóna Heiðdal skoraði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.

Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum því heimastúlkur höfu yfirburði í leiknum og gátu með heppni skorað mun fleiri mörk.

„Við lágum í sókn og vorum miklu meira með boltann, en náðum ekki að klára færin“, sagði Björg Ásta Þórðardóttir, leikmaður Keflavíkur. Björg Ásta spilaði sinn fyrsta leik með Keflavík í mörg ár í kvöld, en hún og Inga Lára Jónsdóttir gengu nýlega frá félagsskiptum frá Breiðabliki aftur á fornar slóðir.

„Við unnum samt leikinn og það skiptir öllu. Liðið á eftir að slípast til eftir því sem líður á sumarið og við verðum bara betri!“, sagði Björg Ásta að lokum.

VF-myndir/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024