Góður Grindavíkursigur
Grindvíkingar unnu góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í 19. Umferð Domino’s deildar karla í körfubolta. Lokatölur urðu 95:78 og var sigur heimamanna öruggur allan tímann. Ólafur Ólafsson var stigahæstur með 20 stig og Sigtryggur Björnnsson með 18.
Grindavík er eftir sigurinn í 8. Sæti deildarinnar og þarf að halda því til að komast í úrslitakeppnina sem hefst eftur um það bil mánuð.
Grindavík-Þór Þorlákshöfn 95-78 (21-20, 29-19, 25-24, 20-15)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 20/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 19, Seth Christian Le Day 15/12 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 13/4 fráköst/11 stoðsendingar, Valdas Vasylius 11/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9, Miljan Rakic 8/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.