Góður endasprettur Njarðvíkinga tryggði sigurinn
Njarðvíkingar sigruðu Keflavík, 80:77, í 12. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga. Heimamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 48:35 en í þeim síðari hrökk allt í baklás og Njarðvíkingar riðu á vaðið og sigruðu verðskuldað. Þá sigruðu Grindvíkingar lið Vals, 92:78, eftir að hafa leitt í hálfleik, 45:38.Keflavík byrjaði leikinn mun betur og náðu snemma ágætis forskoti sem var þó aldrei yfir 10 stig. Njarðvíkingar gáfu þó aldrei eftir og héldu sér inni í leiknum með skynsömum leik þar sem Gary Hunter fór fremstur. Í lok fyrri hálfleiks tóku Keflvíkingar góða rispu þar sem Magnús Gunnarsson fór hamförum, stal hverjum boltanum á fætur öðrum og skoraði góðar körfur. Í hálfleik var staðan eins og áður sagði 48:35 heimamönnum í hag og fátt sem virtist koma í veg fyrir sigur þeirra enda að spila mun betur en gestirnir.
Í síðari hálfleik var hins vegar allt annað uppi á teningnum því þá voru það Njarðvíkingar sem réðu ferðinni og með yfirveguðum og skipulögðum leik náðu þeir að klóra sér aftur inn í leikinn. Á meðan voru heimamenn ragir að keyra að körfunni og svo virtist sem boltinn næði ekki að fljóta almennilega í sókn þeirra. Þegar lítið var eftir komust Njarðvíkingar yfir í fyrsta skiptið frá því á fyrstu mínútum leiksins. Þeir spiluðu mjög agað eftir það og höfðu þrjú stig yfir þegar um 10 sekúndur voru eftir. Keflavík brunaði í sókn og var það Arnar Freyr Jónsson sem tók síðasta skotið en það geigaði og Njarðvíkingar fögnuðu í leikslok góðum sigri, 80:77.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigurinn. "Já það er alltaf gaman að vinna hérna í Keflavík á þessum erfiða heimavelli en ég er þó ekkert sáttur með spilamennsku minna manna, sérstaklega fyrri hálfleik. Eftir að við fórum að spila eins og menn í síðari hálfleik fannst mér þetta aldrei spurning. Aðspurður um leik þessara liða í bikarnum nk. föstudag sagði Friðrik að það færi eins. "Þetta verður erfitt en við ætlum okkur sigur", sagði Friðrik að lokum.
Sverrir Sverrisson, leikmaður Keflvíkinga var ekki sáttur í leikslok. "Við mættum ekki nógu grimmir í seinni hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn. Í lokin þorði svo enginn að taka á skarið og því fór sem fór". Sverrir sagði að þeir ætluðu sér að snúa dæminu við í næsta leik þessara liða í bikarnum. "Þetta er allt annar leikur og þar kemur ekkert annað til greina en sigur", sagði Sverrir.
Gary Hunter var bestur hjá Njarðvík með 32 stig og 13 fráköst, Teitur Örlygsson setti 15 og Sigurður Einarsson 12. Hjá Keflavík voru Damon Johnson og Magnús Gunnarsson stigahæstir með sín 19 stigin hvor og Kevin Grandberg gerði 10 stig.
Njarðvíkingar eru eftir leikinn komnir upp að hlið Keflvíkingum með 16 stig í 3. - 4. sæti. Liðin mætast öðru sinni á fjórum dögum á föstudaginn í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos og fer sá leikur einnig fram á heimavelli Keflavíkur.
Í leik Grindavíkur og Vals var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Páll Axel Vilbergsson var bestur með 24 stig, Darrell Lewis skoraði 22 og Guðlaugur Eyjólfsson 18. Grindvíkingar komust í toppsætið með sigrinum ásamt KR með 20 stig.
Í síðari hálfleik var hins vegar allt annað uppi á teningnum því þá voru það Njarðvíkingar sem réðu ferðinni og með yfirveguðum og skipulögðum leik náðu þeir að klóra sér aftur inn í leikinn. Á meðan voru heimamenn ragir að keyra að körfunni og svo virtist sem boltinn næði ekki að fljóta almennilega í sókn þeirra. Þegar lítið var eftir komust Njarðvíkingar yfir í fyrsta skiptið frá því á fyrstu mínútum leiksins. Þeir spiluðu mjög agað eftir það og höfðu þrjú stig yfir þegar um 10 sekúndur voru eftir. Keflavík brunaði í sókn og var það Arnar Freyr Jónsson sem tók síðasta skotið en það geigaði og Njarðvíkingar fögnuðu í leikslok góðum sigri, 80:77.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigurinn. "Já það er alltaf gaman að vinna hérna í Keflavík á þessum erfiða heimavelli en ég er þó ekkert sáttur með spilamennsku minna manna, sérstaklega fyrri hálfleik. Eftir að við fórum að spila eins og menn í síðari hálfleik fannst mér þetta aldrei spurning. Aðspurður um leik þessara liða í bikarnum nk. föstudag sagði Friðrik að það færi eins. "Þetta verður erfitt en við ætlum okkur sigur", sagði Friðrik að lokum.
Sverrir Sverrisson, leikmaður Keflvíkinga var ekki sáttur í leikslok. "Við mættum ekki nógu grimmir í seinni hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn. Í lokin þorði svo enginn að taka á skarið og því fór sem fór". Sverrir sagði að þeir ætluðu sér að snúa dæminu við í næsta leik þessara liða í bikarnum. "Þetta er allt annar leikur og þar kemur ekkert annað til greina en sigur", sagði Sverrir.
Gary Hunter var bestur hjá Njarðvík með 32 stig og 13 fráköst, Teitur Örlygsson setti 15 og Sigurður Einarsson 12. Hjá Keflavík voru Damon Johnson og Magnús Gunnarsson stigahæstir með sín 19 stigin hvor og Kevin Grandberg gerði 10 stig.
Njarðvíkingar eru eftir leikinn komnir upp að hlið Keflvíkingum með 16 stig í 3. - 4. sæti. Liðin mætast öðru sinni á fjórum dögum á föstudaginn í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos og fer sá leikur einnig fram á heimavelli Keflavíkur.
Í leik Grindavíkur og Vals var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Páll Axel Vilbergsson var bestur með 24 stig, Darrell Lewis skoraði 22 og Guðlaugur Eyjólfsson 18. Grindvíkingar komust í toppsætið með sigrinum ásamt KR með 20 stig.