Góður endasprettur Keflvíkinga kom þeim áfram
Keflvíkingar sigruðu Hauka, 106:86, í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos í kvöld á heimavelli. Leikurinn var jafn mest allan tímann og þegar um þrjár mínútur voru eftir fékk Damon Johnson sína fimmtu villu og leit út fyrir harðar lokamínútur. Heimamenn tóku hins vegar öll völd á vellinum og sigruðu örugglega en Guðjón Skúlason og Sverrir Sverrisson áttu góðan endasprett fyrir Keflavík. Reynir Sandgerði tapaði fyrir Hamri á útivelli 120:109 og eru þeir því dottnir úr leik.Á morgun taka Njarðvíkingar á móti grönnum sínum úr Grindavík í sömu keppni.