Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur Þróttara á Gullfiskamótinu
Fimmtudagur 30. nóvember 2006 kl. 17:13

Góður árangur Þróttara á Gullfiskamótinu

Gullfiskamót SH fór fram um helgina og átti sunddeild Þróttar þar 19 keppendur og marga verðlaunahafa. Þau voru:
Sólrún Ósk Árnadóttir, 11 ára mey, sem gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti í 100m baksundi, í öðru sæti í 50m flugsundi og í þriðja sæti í 100m fjórsundi.
Íris Ósk Hafsteinsdóttir hafnaði í öðru sæti  í 50m flugsundi, í öðru sæti í 50m skriðsundi og í fyrsta sæti í 100m flugsundi og í 200m skriðsundi.
Sjöfn Óskarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í 200m fjórsundi eftir mikla baráttu.
Hekla Eir Bergsdóttir hafnaði  í öðru sæti  í 50m baksundi eftir góðan og kraftmikinn sprett og í þriðja sæti í 200m skriðsundi.
Thelma Rún Rúnarsdóttir hafnaði í þriðja sæti í 100m fjórsundi og í öðru sæti í 200m skriðsundi.
Steinar Freyr Hafsteinsson prinsinn okkar hafnaði í öðru sæti  í 100m fjórsundi.
Berglind Káradóttir hafnaði í þriðja sæti í 50m bringusundi.
Petra Ruth Rúnarsdóttir hafnaði í þriðja sæti 50m bringusundi og einnig í þriðja sæti í 200m fjórsundi.
Alls fengu Þróttarar tvenn gullverðlaun, sex silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun ásamt mörgum glæsilegum bætingum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega sundfólki úr Vogunum.
Mynd: Sólrún Ósk Árnadóttir eftir eitt sundið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024