Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur sundliðs ÍRB á ÍM25
Þriðjudagur 23. nóvember 2010 kl. 08:38

Góður árangur sundliðs ÍRB á ÍM25

Um helgina kepptu sundmenn frá ÍRB á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem haldið var í Laugardalslauginni í Reykjavík. Sundmenn voru að ná góðum árangri á mótinu og voru flestir þeirra að bæta tíma sína verulega og til að mynda voru þeir í 97 prósenta tilfella að bæta sína bestu tíma á árinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er gaman að segja frá því að Jóhanna Júlía Júlíusdóttir náði lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem haldið verður í Danmörku í desember næstkomandi í 200 metra fjórsundi. Telpnasveit okkar bætti telpnametið í 200 metra fjórsundi boðsundi á tímanum 2.06.89 en gamla metið átti Sundfélagið Óðinn sem var 2.07.42. Sveitina skipa þær Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir. Sundmenn ÍRB voru oft á palli en eftirtaldir sundmenn komu heim með medalíur.

Jóna Helena Bjarnadóttir var í 3. sæti í 800 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi, 200 metra flugsundi og 400 metra fjórsundi. Í 200 metra flugsundi var Soffía Klemenzdóttir í 2. sæti. Í 200 metra bringusundi var Ólöf Edda Eðvarðsdóttir í 2. sæti og María Ása Ástþórsdóttir í 3. sæti. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir varð einnig í 3. sæti í 200 fjórsundi. Í 100 metra baksundi kvenna endaði Íris Dögg Ingvadóttir í 3. sæti og Kristinn Ásgeir Gylfason fékk brons í 50 og 100 metra flugsundi. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var í 3. sæti í 200 metra baksundi.

Framtíðin er björt og það liggur í loftinu að ungt sundlið ÍRB á eftir að sópa til sín enn fleiri titlum á komandi árum. Það má einnig taka fram að nú er nýr hópur að byrja hjá ÍRB en hann kallast eldri hópur en þar geta eldri sundmenn komið á æfingar og synt undir leiðsögn þjálfara en þurfa ekki að mæta eins mikið og þeir sundmenn sem eru í afrekshópi.