Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur Suðurnesjamanna á Landsmóti hestamanna
Mánudagur 4. júlí 2016 kl. 13:00

Góður árangur Suðurnesjamanna á Landsmóti hestamanna

Hestamannafélagið Máni átti tvo fulltrúa í úrslitum í barnaflokki á Landsmóti hestamanna sem fram fór 27. júní til 3. júlí síðastliðinn. Það voru þær Glódís Líf Gunnarsdóttir og Signý Sól Snorradóttir. Signý Sól og Rafn frá Melabergi höfnuðu í öðru sæti en Glódís Líf og Magni frá Spágilsstöðum í því fjórða eftir hlutkesti.

Spölur frá Njarðvík og Ásmundur Ernir Snorrason höfnuðu í 3. sæti í firna sterkum A-úrslitum í B-flokki. Sigurður Óli á Garpi frá Skúfslæk, hafnaði í 12. sæti í B-úrslitum í B-flokki. Garpur er í eigu Sigurðar Ragnarssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024