Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Góður árangur Skákfélags Reykjanesbæjar
    Hluti sigurvegara mótsins.
  • Góður árangur Skákfélags Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 12. mars 2014 kl. 14:23

Góður árangur Skákfélags Reykjanesbæjar

Skákfélag Reykjanesbæjar (SR) náði frábærum árangri á Íslandsmóti skákfélaga sem haldið var helgina 27. feb – 2. mars. Að sögn félaga er þetta besti árangur í manna minnum en félagið hefur tekið þátt í keppninni í 40 ár. 48 voru skráð til leiks með meira en 500 einstaklinga innanborðs.

SR A vann glæsilegan sigur í 2. deildinni. Mikil spenna var fram á síðustu stundu um hverjir yrðu hlutskarpastir. Fyrir síðustu umferð var SR-A efst með 22 vinninga og atti kappi við Taflfélag Garðabæjar-A sem var með 21,5 vinninga. Viðureignin þar á milli stóð í ljósum logum um miðbik skákanna og erfitt að sjá hvert stefndi, en að lokum vann SR-A stórsigur 5-1. Það gerði það að verkum að SR-A vann 2. deildina, með 27 vinninga, og Taflfélag Garðabæjar lenti að lokum í 4. sæti, með 22,5 vinninga og hleypti með því Skákfélagi Íslands-A upp fyrir sig. Munu því SR-A og Skákfélag Íslands keppa í hinni ógnarsterku 1. deild að ári, þar sem stórmeistarar eru á hverju strái.

SR B-liðið vann mjög öruggan sigur í 4. deildinni en félagið vann allar 7 viðureignir sínar mjög sannfærandi, fékk 33 vinninga af 42 mögulegum. Í fjórðu deildinni eru gefin 2 stig fyrir sigur og fékk liðið því 14 stig en liðin í 2 og 3 sæti fengu 11 og 9 stig, þar á eftir voru fimm lið með 8 stig. Má SR-B mjög vel við una og er liðið strax farið að undirbúa sig undir 3. deildina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Finna má úrslitin og aðrar upplýsingar fyrir 2. deild hér og skákfréttir á skak.is.