Góður árangur Reyknesbæinga á afmælismóti JSÍ
Krakkarnir hjá júdódeild Njarðvíkur gerðu það gott um helgina. Njarðvíkingar voru með næst flesta keppendur á mótinu og unnu einnig til næst flestra verðlauna. 14 keppendur tóku þátt í Afmælismóti JSÍ, 11 medalíur litu dagsins ljós.
Eitt gull, fimm silfu og fimm brons. Kristján Snær Jónsson vann til gullverðlauna í +90kg flokki unglinga, Ástþór Andri Jónsson vann til silfurverðauna í sama flokki. Í – 90kg flokki. Guðjón Oddur Kristjánsson, Tanja Sædal Geirsdóttir, Arnar Rögnvaldsson og Alexander Hausson hlutu annað sætið í sínum þyndarflokkum. Í þriðja sæti urðu þau Kristófer Justin Turnball, Birkir Freyr Guðbjartsson, Bjarni Darri Sigfússon, Eyþór Andri Kristjánsson og Marín Veiga Guðbjörnsdóttir.
Þess má til gamans geta að Marín Veiga keppti í drengjaflokki, efnileg stelpa þarna á ferðinni.