Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður árangur Massa á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum
Hópurinn frá Massa á bikarmótinu.
Miðvikudagur 20. febrúar 2019 kl. 09:07

Góður árangur Massa á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum

Bikarmót Kraftlyftingafélags Íslands í klassískum kraftlyftingum var haldið á Akureyri 17. febrúar sl. Massi sendi frá sér fjölmennan hóp keppenda á mótið. Ásamt keppendum fylgdu Ellert Björn Ómarsson formaður, Sindri Freyr Arnarsson þjálfari og varaformaður, Halldór Jens Vilhjálmsson þjálfari og Brynjólfur Jökull Bragason meðstjórnandi. Harðir stuðningsmenn Massa mættu einnig á Akureyri, voru það þeir Hafþór Hafsteinsson, Hannes Hólm Elíasson og Lárus Guðmundsson. 
  
Átta keppendur frá Massa tóku þátt á mótinu og voru fimm af þeim að keppa á sínu fyrsta kraftlyftingamóti. Karlalið Massa endaði í 2.sæti í liðakeppni Bikarmótsins á eftir heimamönnum KFA. Kvennalið Massa sigruðu hins vegar liðakeppnina og eru Bikarmeistarar kvenna í klassískum kraftlyftingum 2019! 
  
Elísa Sveinsdóttir keppti í -57kg flokki kvenna. Hún var að taka þátt á sínu fyrsta móti og tók 105kg í hnébeygju, 57,5kg í bekkpressu og 110kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 272,5kg sem skilaði henni 2.sæti í sínum þyngdarflokki.  
  
Ásta Margrét Heimisdóttir og Hildur Hörn Orradóttir kepptu í -63kg flokki kvenna en þær voru báðar að taka þátt á sínu fyrsta móti. Ásta Margrét tók 115kg í hnébeygju, 72,5kg í bekkpressu og 145kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 332,5kg sem skilaði henni 3.sæti í flokknum. Hildur Hörn tók 125kg í hnébeygju, 60kg í bekkpressu og 147,5kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 332,5kg sem skilaði henni 2.sæti í flokknum. Samanlagður árangur Hildar og Ástu var sá sami en þá ræður líkamsþyngd úrslitum. Hildur Hörn gerði tilraun til að slá Íslandsmet er hún lyfti 135,5kg í hnébeygju. Lyftan fór létt og öruggt upp en var því miður dæmd ógild vegna tæknivillu. Hildur Hörn hefur sett sér það markmið að slá metið seinna á árinu. 
  
Aþena Eir Jónsdóttir keppti í -72kg flokki kvenna. Hún tók 125kg í hnébeygju, 67,5kg í bekkpressu og 110kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 302,5kg sem skilaði henni 2.sæti í sínum þyngdarflokki.  
Ákveðið var að láta Aþenu Eir taka léttari þyngdir í réttstöðunni heldur en hún er vön þar sem hún er í undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramót í ólympískum lyftingum sem verður haldið 23.febrúar nk. 
  
Börkur Kristinsson keppti í -74kg flokki karla en hann var yngsti keppandinn frá Massa, 15 ára. Börkur tók 140kg í hnébeygju, 95kg í bekkpressu og 190kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 425kg sem skilaði honum 3.sæti í sínum þyngdarflokki. 
  
Jón Grétar Erlingsson keppti í -74kg flokki karla. Hann var að taka þátt í sínu fyrsta móti og tók 150kg í hnébeygju, 110kg í bekkpressu og 200kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 460kg sem skilaði honum 2.sæti í sínum þyngdarflokki. 
  
Marcin Ostrowski keppti í -93kg flokki karla. Marcin gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmet í bekkpressu á sínu fyrsta kraftlyftingamóti. Hann tók 195kg í hnébeygju, 157,5kg í bekkpressu og 245kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 597,5kg sem skilaði honum 1.sæti í sínum þyngdarflokki. 
  
Eggert Gunnarsson keppti í -105kg flokki karla. Hann tók 175kg í hnébeygju, 142,5kg í bekkpressu og 220kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur 537,5kg sem skilaði honum 4.sæti í sínum þyngdarflokki. Í 3.sæti var Gabríel sem keppti fyrir Breiðablik en hann tók einnig 537,5kg í samanlagðri þyngd en vigtaðist með léttari líkamsþyngd og tók þar með 3.sætið í flokknum. 
  
Heildarúrslit mótsins má finna á síðu Kraftlyftingar samband Íslands: 
http://results.kraft.is/meet/kraft-bikarmot-i-klassiskum-kraftlyftingum-2019 
  
Í Massa æfir fólk á öllum aldri kraftlyftingar, ólympískar lyftingar og aflraunir. Æfingar eru alla mánudaga klukkan 17:00 í sal félagsins í Íþróttahúsinu í Njarðvík. Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta kynna sér starfið.  
 
Þjálfarar Massa eru Sindri Freyr Arnarsson, Halldór Jens Vilhjálmsson og Sturla Ólafsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bikarmót Kraftlyftingafélags Íslands í klassískum kraftlyftingum