Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður árangur Keflavíkurkvenna
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 16:45

Góður árangur Keflavíkurkvenna

Keflvíkingar sendu á dögunum eitt lið til keppni á Haustmót í almennum fimleikum sem haldið varí íþróttahúsi Gerplu í Versölum í Kópavogi. Liðið skipuðu 12 öflugar stelpur á aldrinum 13-16 ára.

 

Keflavíkurkonur höfðu sigur í æfingum á dýnu, höfnuðu í 3. sæti á trampoline og voru samanlagt í 2. sæti í keppninni.

 

Á myndinni á efri röð frá vinstri eru Sigríður, Brynja, Guðrún Arndís, Elísa og Hólmfríður. Í neðri röð frá vinstri eru Kristín, Elva, Bryndís, Berglind, Lovísa og Selmu vantar á myndina.

 

Mynd: www.keflavik.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024