Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur Júdódeildar UMFN
Íslandsmeistarinn Ægir Már Baldvinsson á verðlaunapallinum.
Mánudagur 27. apríl 2015 kl. 07:30

Góður árangur Júdódeildar UMFN

- á Íslandsmeistaramóti um helgina

Þrír ungir og efnilegir júdókappar kepptu fyrir hönd Júdódeildar UMFN á Íslandsmeistaramóti fullorðina um helgina. Leynivopn Njarðvíkinga, Ægir Már Baldvinsson, sigraði alla sína bardaga og landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli Júdódeildar Njarðvíkur í fullorðinsflokki, sem líkja má við efstu deild í boltagreinum eða hæsta stigi í fimleikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hermann í 2. sæti og Bjarni Darri í þriðja. 

Bjarni Darri Sigfússon sigraði í fyrstu glímunni á fallegu „urenage“ eða bakfallstkasti. Í annarri glímu tapaði Bjarni fyrir haldi fyrir Breka Bernharðssyni en komst í undanúrslit og sigraði í þeirri glímu með fallegu hengingartaki. Bjarni Darri endaði því í þriðja sæti á eftir þjálfara sínum sem er frábært ef að tekið er tillit til að Bjarni er aðeins 16 ára gamall.  

Bjarni Darri og annar þjálfara hans, Hermann Ragnar Unnarsson, kepptu í sama þyngdarflokki en í sínum hvorum riðlinum og fyrir sitt hvort liðið. Bjarni fyrir UMFN en Hermann, þrátt fyrir stórt Njarðvíkurhjarta, fyrir Júdófélag Reykjavíkur. Hermann sigraði í sínum riðli en meiddist illa í bardaganum um efsta sætið. Hann komst í úrslit en átti erfitt uppdráttar vegna meiðslanna og laut að lokum í lægra haldi fyrir Breka Berharðssyni. 

Birkir Freyr, 19 ára, keppti í -90 kg flokki og að sögn fulltrúa UMFN glímdi hann alla sínar glímur mjög vel og var með yfirhöndina framan af í flestum þeirra. Laut hann þó í lægra haldi fyrir eldri og reyndari júdómönnum. 

Mótið er allra sterkasta sem Júdósambandið stendur fyrir og stóðu því allir keppendur UMFN sig með prýði.