Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur ÍRB á Bikarkeppni SSÍ 2017
Föstudagur 6. október 2017 kl. 08:00

Góður árangur ÍRB á Bikarkeppni SSÍ 2017

- Sundfólk stóð sig vel þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið

Bikarkeppni SSÍ fór fram í Vatnaveröld um síðastliðna helgi. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá Sunddeild ÍRB þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Margir bættu tímana sína, eða í alls 28 sundum, sem gefur góð fyrirheit um framhaldið.

Í 1. deildinni endaði kvennalið ÍRB í öðru sæti í eftir hörkukeppni við lið SH og karlaliðið hafnaði í þriðja sæti. ÍRB sendi einnig kvennalið í 2. deildina sem gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp deildinni annað árið í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil breidd er í kvennaliðunum sunddeildarinnar en meðalaldurinn er ekki hár. Því er ljóst að kvennadeildirnar hjá sunddeildinni verða öflugar á komandi árum. Karlaliðið er með nokkur skörð en þar er sama staðan, meðalaldurinn ekki hár en framtíðin björt.

Már Gunnarsson keppti með karlaliðinu og gerði sér lítið fyrir og setti fjögur met á mótinu í flokki s13. Því miður voru eingöngu tvö af þeim gild þar sem laugin var ekki í lögleg þar sem færanlega brúin hafði skekkst um einn millimeter. Því var síðan kippt í liðinn og Már sló í framhaldinu tvö önnur met. Hann er í góðu formi en hafði sett stefnuna á HM, sem var síðan frestað vegna jarðskjálfta.