Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður árangur ÍBR á Íslandsmeistaramóti
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 08:19

Góður árangur ÍBR á Íslandsmeistaramóti


Sundfólkið í ÍBR náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fór um síðustu helgi. Lið ÍBR fór heim með 12 Íslandsmeistaratitila af þeim 40 sem voru í boði. Auk þess voru sett 52 innanfélagsmet, fjögur Íslandsmet og þrjú meyjamet að ótöldum miklum fjölda „bætinga”. 

Hér að neðan má sjá titlana sem unnust:


Árni Már Árnason:
Íslandsmeistari í 100m fjórsundi, 100m skriðsundi og 50m skriðsundi
Setti íslandsmet í 50m skriðsundi. Bætti met Arnar Arnarsonar frá
2002.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson:
Íslandsmeistari í  50m 100m og 200m baksundi, 100m flugsundi 200m
skriðsundi, vann fimm greinar og keppti í alls 21 sundi.

Erla Dögg Haraldsdóttir:
Íslandsmeistari í 100m fjórsundi, 50m bringusundi,
Setti þrjú íslandsmet, í 50m bringusundi 100m fjórsundi og 200m fjórsundi.
Var stigahæsta sundkona ÍM 25 2009.

Gunnar Örn Arnarson :
Íslandsmeistari í 400m fjórsundi, skammt frá piltameti Arnar Arnarsonar.

Kristinn Ásgeir Gylfason:

Íslandsmeistari í 200m flugsundi

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir:
Setti  þrjú íslandsmet í meyjaflokki 2 x í 100m bringusundi og  1x í 200m
bringusundi.

Sundmenn sem náðu lágmörkum í landsliðshópa:

Norðurlandameistaramót unglinga:

Gunnar Örn Arnarson og Lilja Ingimarsdóttir

Landskeppni við Færeyinga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn Ásgeir Gylfason, Lilja María Stefánsdóttir, María Ása Ásþórsdóttir, Diljá Heimisdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Soffía Klemenzdóttir.

EM 25:

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Sindri Þór Jakobsson.