Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 20:14

Góður árangur hjá ungviðinu í Njarðvík

Það var nóg um að vera hjá yngri flokkum UMFN um helgina. 10.flokkur kvenna fór norður og lék þrjá leiki og sigraði einn. 7.flokkur kvenna gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði alla leiki sína í A riðli og stefnir í harðan slag milli UMFN og UMFG um titilinn í þessum flokki.7.flokkur karla lék í Ljónagryfjunni og þeir sigruðu alla sína leiki, enda aðeins tapað einum leik í vetur. Þeir sigruðu Breiðablik 65-43 þar sem að Hjörtur Hrafn gerði 28 stig, og svo léku þeir gegn Tindastól og sigruðu 53-26. Hjörtur gerði þar 29 stig. Keflvíkingar lágu því næst 51-46 og enn var Hjörtur í ham, 30 stig. Síðasti leikurinn var gegn Grindavík og 76-34 sigur þar sem að Hjörtur gerði 33 stig og Ragnar 26 stig. Sannarlega glæsilegur árangur og það án Rúnars Inga sem lék aðeins gegn Blikum en lá svo heima í flensu. 10.flokkur karla lék svo í Keflavík og þeir sigruðu einnig í öllum leikjum sínum. Fyrsti leikurinn var gegn ÍR, en strákarnir mæta ÍR í bikarúrslitum eftir hálfan mánuð. Okkar menn höfðu nokkuð öruggan 63-51 sigur. Því næst var leikið gegn Skallagrím og öruggur sigur í þeim leik, en við höfum ekki lokatölur úr honum. Í dag léku strákarnir svo gegn heimamönnum í Keflavík og eitthvað fór morguninn illa af stað því Keflvíkingar leiddu lengstum og höfðu mest 20 stiga forskot, 56-36 er 10 mínútur voru eftir, en strákarnir sýndu mikinn karakter og unnu muninn jafnt og þétt og lokatölur 69-69 og framlengt. Í framlengingunni sigu okkar menn svo framúr og lokatölur 75-80, þar sem að Jóhann Árni gerði 43 stig og Kristján Rúnar 26. Síðasti leikurinn var svo gegn Val og 68-65 sigur þar sem að munurinn fór mest í 20 stig og án Kristjáns og Jóhanns síðustu 9 mínúturnar innbyrtu strákarnir fínan sigur og fullt hús stiga í mótinu staðreynd. Þetta kemur fram í frétt á vef UMFN.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024