Góður árangur hjá ÍRB í innanhússmeistaramóti Íslands í sundi
Innanhússmeistaramót Íslands í sundi var haldið um sl. helgi í Vestmannaeyjum og stóðu sundgarparnir í ÍRB sig frábærlega og unnu til sjö gullverðlauna, þrettán silfurverðlauna og fjórtán bronsverðlauna. Samtals vann ÍRB sveitin því til 34 verðlauna og unnu þau til flestra verðlauna á mótinu.• Jón Oddur Sigurðsson stóð sig vel og sigraði í þremur greinum, í 50 og 200 m. bringusundi og 100 m. fjórsundi. Jón varð einnig í 2. sæti í 100 m. bringusundi.
• Hin 14 ára gamla Erla Dögg Haraldsdóttir var yngsti Íslandsmeistarinn á mótinu en hún sigraði í 50 m. bringusundi. Hún varð í 2. sæti í 100 og 200 m. bringusundi og greinilegt að þarna er gríðarlega efnileg sundkona á ferð.
• Magnús Sveinn Jónsson sigraði í 400 m. skriðsundi og varð í 2. sæti í 400 m. fjórsundi og 100 m. flugsundi.
• Hilmar Pétur Sigurðsson sigraði í 1500 m. skriðsundi og varð í 3. sæti í 400m. fjórsundi.
• ÍRB sigraði einnig í 4x100 m. skriðsundi karla en varð í 3. sæti í kvenna. Í 4x100 m. fórsundi karla og kvenna urðu bæði lið í 2. sæti og í 4x200m. skriðsundi lenti sveitin í 2. sæti.
Aðrir sem komust á verðlaunapall voru:
• Jóhann Árnason- 3. sæti í 50m. baksundi.
• Díana Ósk Halldórsdóttir- 2. sæti í 200m. flugsundi og 3. sæti í 50m. baksundi og í fjórsundiþ
• Arna Atladóttir- 2. sæti í 400m. fjórsundi og 3. sæti í 200m. bringusundi.
• Sigurbjörg Gunnarsóttir- 2. sæti í 100m. flugsundi og 3. sæti í 50m. flugsundi.
• Birkir Már Jónsson- 3. sæti í 200m. skriðsundi, 2. sæti í 200m. flugsundi og 3. sæti í 1500m. skriðsundi
• Guðni Emilsson- 3. sæti í 200m. bringusundi.
• Guðlaugur Guðmundsson- 2. sæti í 50m. skriðsundi, 3. sæti í 100m. baksundi og 50m. bringusundi og 3. sæti í 100m. skriðsundi
• Jón Gauti Jónsson- 3. sæti í 100m. baksundi.
Á mótinu náðu þrír sundmenn lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót unglinga og eru tveir af þeim héðan úr Reykjanesbæ en það eru; Jón Oddur Sigurðsson og Guðlaugur Már Guðmundsson. Liðsmenn ÍRB eru síðan meginuppistaðan í því unglingalandsliði sem tilkynnt var á lokahófi mótsins. Einungis fimm náðu tilsettum lágmörkum og eru þrír þeirra héðan. Þau eru Guðlaugur Már Guðmundsson, Jón Oddur Sigurðsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Unglingalandsliðið keppir síðan á sterku alþjóðlegu sundmóti í Luxemborg dagana 4. – 8. apríl nk. Annar þjálfara unglingalandsliðsins er Steindór Gunnarsson þjálfari ÍRB.
• Hin 14 ára gamla Erla Dögg Haraldsdóttir var yngsti Íslandsmeistarinn á mótinu en hún sigraði í 50 m. bringusundi. Hún varð í 2. sæti í 100 og 200 m. bringusundi og greinilegt að þarna er gríðarlega efnileg sundkona á ferð.
• Magnús Sveinn Jónsson sigraði í 400 m. skriðsundi og varð í 2. sæti í 400 m. fjórsundi og 100 m. flugsundi.
• Hilmar Pétur Sigurðsson sigraði í 1500 m. skriðsundi og varð í 3. sæti í 400m. fjórsundi.
• ÍRB sigraði einnig í 4x100 m. skriðsundi karla en varð í 3. sæti í kvenna. Í 4x100 m. fórsundi karla og kvenna urðu bæði lið í 2. sæti og í 4x200m. skriðsundi lenti sveitin í 2. sæti.
Aðrir sem komust á verðlaunapall voru:
• Jóhann Árnason- 3. sæti í 50m. baksundi.
• Díana Ósk Halldórsdóttir- 2. sæti í 200m. flugsundi og 3. sæti í 50m. baksundi og í fjórsundiþ
• Arna Atladóttir- 2. sæti í 400m. fjórsundi og 3. sæti í 200m. bringusundi.
• Sigurbjörg Gunnarsóttir- 2. sæti í 100m. flugsundi og 3. sæti í 50m. flugsundi.
• Birkir Már Jónsson- 3. sæti í 200m. skriðsundi, 2. sæti í 200m. flugsundi og 3. sæti í 1500m. skriðsundi
• Guðni Emilsson- 3. sæti í 200m. bringusundi.
• Guðlaugur Guðmundsson- 2. sæti í 50m. skriðsundi, 3. sæti í 100m. baksundi og 50m. bringusundi og 3. sæti í 100m. skriðsundi
• Jón Gauti Jónsson- 3. sæti í 100m. baksundi.
Á mótinu náðu þrír sundmenn lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót unglinga og eru tveir af þeim héðan úr Reykjanesbæ en það eru; Jón Oddur Sigurðsson og Guðlaugur Már Guðmundsson. Liðsmenn ÍRB eru síðan meginuppistaðan í því unglingalandsliði sem tilkynnt var á lokahófi mótsins. Einungis fimm náðu tilsettum lágmörkum og eru þrír þeirra héðan. Þau eru Guðlaugur Már Guðmundsson, Jón Oddur Sigurðsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Unglingalandsliðið keppir síðan á sterku alþjóðlegu sundmóti í Luxemborg dagana 4. – 8. apríl nk. Annar þjálfara unglingalandsliðsins er Steindór Gunnarsson þjálfari ÍRB.