Góður árangur hjá ÍRB fólki erlendis
Nokkrir sundmenn sem æft hafa sund með ÍRB í mörg ár, eru nú við nám erlendis. Árni Már Árnason og Erla Dögg Haraldsdóttir eru við nám í Old Domain háskólann. Árni setti skólamet í 100m bringusundi og Erla Dögg vann allar sínar greinar. Nokkuð ljóst að þau slá ekki slöku við eftir að hafa keppt á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst.
Jón Oddur Sigurðsson vann 100m bringusundið á fyrsta móti sínu fyrir Stony Brook háskólann sem staðsettur er í New York. Að lokum var Birkir Már Jónsson í sveit síns háskóla, University of New Orleans, sem settu skólamet í 4x 100m fjórsundi og 4x 100m skriðsundi.
VF-MYND/Stefán: Erla Dögg Haraldsdóttir stendur sig vel í sundinu erlendis.