Góður árangur hestamanna á landsmótinu á Hellu
Um síðustu helgi lauk landsmóti hestamanna sem haldið var á Gaddastaðaflötum á Hellu. Knapar úr Hestamannafélaginu Mána stóðu sig vel á mótinu en Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi sigraði fjórganginn og hafnaði í öðru sæti í tölti.
Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I höfnuðu í fimmta sæti í ungmennaflokki. Signý Sól hlaut viðurkenningu fyrir góða reiðmennsku úr hópi kvenna í ungmennaflokki. Þá höfnuðu Glódís Líf Gunnarsdóttir og Goði frá Ketilsstöðum í sjöunda sæti í unglingaflokki.
Að lokum hafnaði Kopar frá Fákshólum og knap hans, Jakob Svavar, í fiimmta sæti í slaktaumatölti.