Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur bardagamanna úr Reykjanesbæ um helgina
Guðmundur fellir andstæðing sinn.
Mánudagur 20. apríl 2015 kl. 08:35

Góður árangur bardagamanna úr Reykjanesbæ um helgina

Mjölnir Open var um helgina.

Um helgina kepptu Sleipnismenn á stærsta uppgjafaglímumót landsins, Mjölni Open sem var haldið í Mjölniskastalanum. 80 keppendur frá 6 félögum tóku þátt í mótinu og þrír þeirra voru úr Sleipni/UMFN, Bjarni Darri Sigfússon, Helgi Rafn Guðmundsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson.

Bjarni, sem er eingöngu 16 ára gamall, keppti í -77kg flokki. Þar vann hann eina glímu á stigum og tapaði þeirri næstu á móti Íslandsmeistaranum og fyrrverandi Evrópumeistaranum Pétri Jónassyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgi Rafn Guðmundsson keppti einnig í -77kg flokki. Hann vann fyrstu tvær glímurnar sínar og tapaði þeirri þriðju einnig á móti Pétri. Helgi endaði í 4. sæti og Bjarni í 8 af 20 keppendum.

Guðmundur Stefán hefur sigrað á Mjölnir Open mótinu í tvígang og átti góðan dag. Hann vann fyrstu tvær glímurnar á uppgjöf en tapaði í úrslitaglímunni fyrir ungum og upprennandi keppanda frá Akureyri, Halldóri Loga Valssyni. Guðmundur fékk því silfur í +99kg flokkinum.

Í opna flokknum átti Guðmundur einnig mjög góða og jafna glímu við einn fremsta glímumann landsins, Þráinn Kolbeinsson og var Guðmundur yfir eftir 2 mínútur en að lokum sigraði Þráinn á stigum og endaði með að sigra opna flokkinn. Opinn flokkur er þegar keppendur geta keppt saman óháð þyngd og er eftirsóttasti titillinn á hverju móti að sigra opna flokkinn.

Meðfylgjandi myndir eru frá Mjölni.

Guðmundur fagnar. 

Helgi Rafn í sínum átökum.