Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur á langsundsmóti ÍRB
Þriðjudagur 12. apríl 2011 kl. 14:18

Góður árangur á langsundsmóti ÍRB

Góður árangur náðist á langsundsmóti ÍRB sem fram fór mánudagskvöldið 11. apríl. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir bætti Íslandsmetið í telpnaflokki í 1500 metra skriðsundi og þá að sjálfsögðu ÍRB og Keflavíkurmetið í leiðinni. Jóna Helena Bjarnadóttir synti 1500 metrana á mjög góðum tíma og setti ÍRB og Keflavíkurmet í kvennaflokki.

Aleksandra Wasilewska hefur verið í mikilli framför undanfarna mánuði og hélt áfram á þeirri braut í gær þegar hún setti ÍRB og Keflavíkurmet í stúlknaflokki. Jón Ágúst Guðmundsson var sterkur í 800 metra skriðsundi þar sem hann bætti Keflavíkurmetið. Að lokum átti Guðrún Eir Jónsdóttir gott 800 metra skriðsund og setti Njarðvíkurmet.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024