Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur á langsundsmóti ÍRB
Þriðjudagur 12. apríl 2011 kl. 14:18

Góður árangur á langsundsmóti ÍRB

Góður árangur náðist á langsundsmóti ÍRB sem fram fór mánudagskvöldið 11. apríl. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir bætti Íslandsmetið í telpnaflokki í 1500 metra skriðsundi og þá að sjálfsögðu ÍRB og Keflavíkurmetið í leiðinni. Jóna Helena Bjarnadóttir synti 1500 metrana á mjög góðum tíma og setti ÍRB og Keflavíkurmet í kvennaflokki.

Aleksandra Wasilewska hefur verið í mikilli framför undanfarna mánuði og hélt áfram á þeirri braut í gær þegar hún setti ÍRB og Keflavíkurmet í stúlknaflokki. Jón Ágúst Guðmundsson var sterkur í 800 metra skriðsundi þar sem hann bætti Keflavíkurmetið. Að lokum átti Guðrún Eir Jónsdóttir gott 800 metra skriðsund og setti Njarðvíkurmet.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25