Góður árangur á júdómóti
Dawid Zwara varð í öðru sæti í -66 kg flokki á Vormóti JSÍ Senior á Akureyri sem fram fór um sl. helgi. Piotr Slawomir Latkowski varð í þriðja sæti í -73 kg flokki og Aron Snær Arnarsson endaði í fjórða sæti í -90 kg flokki.
„Mótið var gríðarlega sterkt og áttu keppendurnir frá Grindavík góðar og flottar glímur,“ segir Arnar Már Jónsson, þjálfari Grindavíkur.