Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur á ÍM25
Sunnudagur 13. nóvember 2011 kl. 10:47

Góður árangur á ÍM25

Laugardagurinn var ÍRB góður á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í sundi. Jóna Helena Bjarnadóttir varð önnur í 400m fjórsundi og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir varð þriðja.

Þá setti Baldvin nýtt íslenskt drengjamet í 400m fjórsundi og varð annar í greininni og var aðeins 18/100 frá því að hreppa Íslandsmeistaratitilinn. Í 100m bringusundi komust þær Ólöf Edda og Jóna Helena á verðlaunapall, Ólöf varð önnur og Jóna Helena varð þriðja. Þá nældi Gunnar Örn sér í 2. sætið í 100m bringusundi.


Nokkur innanfélagsmet féllu líka í dag. Jóna Helena bætti Keflavíkurmet í 400m fjórsundi kvenna, Baldvin bætti ÍRB met drengja í 400m fjórsundi og 50m flugsundi, Jóhanna sló bæði stúlku og konumet ÍRB í 100m baksundi.


Mynd: ÍRB-liðar á góðri stundu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024