Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Goðsagnir á minningarmóti Ragga Margeirs
Þriðjudagur 1. mars 2016 kl. 13:03

Goðsagnir á minningarmóti Ragga Margeirs

Sjáðu myndasafnið frá mótinu hér

Gamlar fótboltakempur fylltu Reykjaneshöllina um liðna helgi þegar fram fór minningarmót Ragnars Margeirssonar í tólfta sinn. Leikgleðin var í fyrirrúmi en keppnisskapið deyr seint hjá sumum sem mættu til leiks og því var hart barist á körflum.

Svo fór að 2. flokkur Keflavíkur frá árunum 92-93 stóð uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik. Þarna mátti sjá marga fyrrum atvinnu- og landsliðsmenn en myndir frá mótinu má finna í hér í myndasafni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hemmi Hreiðars var sprækur í fremstu víglínu KR-inga.

Ragnar Aron sonur Ragga mætti með félaga sína til leiks.

Eitt af nokkrum Keflavíkurliðum í mótinu.

Víðismenn létu sig ekki vanta.

Einhverjir eru nú landsleikirnir á meðal þessara leikmanna.