Góðir útisigrar hjá Keflavík og Grindavík
Bæði Keflavík og Grindavík unnu góða útisigra í Dominos-deild karla en sjötta umferð hófst í kvöld. Keflavík gerði góða ferð til Sauðárkróks og vann átta stiga sigur, 84-92. Keflavík tryggði sér sigur með fínum endasprett en staðan var 45-48 í hálfleik, Keflavík í vil.
Darrel Lewis var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig og átti hann góðan leik í liði Keflavíkur. Michael Craion kom næstur með 21 stig og 17 fráköst, og Valur Orri Valsson var með 18 stig. Keflavík er í 5. sæti deildarinnar með 6 stig.
Grindavík fór einnig út á land í kvöld og mætti Skallagrími í Borgarnesi. Grindvíkingar lentu í talsverðu basli með nýliðina en náðu að lokum að knýja fram sigur með góðum lokaleikhluta. Staðan var 54-50 fyrir Skallagrím í hálfleik og heimamenn leiddu með 7 stigum fyrir lokaleikhlutann. Grindvíkingar voru hins vegar í miklu stuði á síðustu mínútunum og tryggðu sér 86-93 sigur.
Samuel Zeglinski átti skínandi leik fyrir Grindavík. Hann var með þrefalda tvennu en hann skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og var með 11 stoðsendingar. Aaron Broussard skoraði 23 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig. Grindavík er í þriðja sæti í deildinni með 8 stig eftir sex leiki.
Tindastóll-Keflavík 84-92 (25-30, 20-18, 22-19, 17-25)
Stigaskor Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Michael Craion 21/17 fráköst, Valur Orri Valsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 12, Andri Daníelsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2.
Skallagrímur-Grindavík 86-93 (27-29, 27-21, 16-13, 16-30)
Stigaskor Grindavíkur: Samuel Zeglinski 25/10 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Davíð Ingi Bustion 6.
Staðan í Dominos-deildinni:
1 Snæfell 6 5 1 622 - 534 10
2 Stjarnan 5 4 1 477 - 442 8
3 Grindavík 6 4 2 587 - 546 8
4 Skallagrímur 5 3 2 428 - 403 6
5 Keflavík 6 3 3 508 - 503 6
6 Þór Þ. 5 3 2 459 - 420 6
7 Fjölnir 6 3 3 497 - 513 6
8 ÍR 5 2 3 427 - 450 4
9 KR 4 2 2 328 - 349 4
10 KFÍ 6 2 4 496 - 587 4
11 Njarðvík 5 1 4 427 - 463 2
12 Tindastóll 5 0 5 387 - 433 0