Góðir sigrar hjá Njarðvík og Keflavík
Grindvíkingar steinlágu í Borgarnesi
Bæði Keflavík og Njarðvík fögnuðu sigri á meðan Grindvíkingar fengu skell gegn Skallagrímskonum í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar eru í öðru sæti og eiga eftir að mæta Skallagrím og Snæfell á lokasprettinum. Njarðvíkingar eru í sjötta sæti á meðan Grindvíkingar verma botnsætið.
Keflvíkingar lögðu Hauka á heimavelli sínum 82:61 þar sem liðsheild Keflvíkinga naut sín til fulls, en fimm leikmenn skoruðu yfir tíu stig en engin yfir 15.
Keflavík-Haukar 82-61 (18-14, 19-16, 20-21, 25-10)
Keflavík: Erna Hákonardóttir 14/4 fráköst, Ariana Moorer 12/9 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/5 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/4 varin skot, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2/5 stoðsendingar, Tinna Björg Gunnarsdóttir 0.
Með 47 stigum frá Carmen Tyson-Thomas lögðu Njarðvíkingar Stjörnuna á heimavelli sínum 84:71. Njarðvíkingar voru skrefi á undan gestunum allt frá upphafi og lönduðu mikilvægum sigri.
Njarðvík-Stjarnan 84-71 (25-17, 19-17, 21-17, 19-20)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 47/25 fráköst/5 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 15/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 4/4 fráköst, María Jónsdóttir 3/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0, Soffía Rún Skúladóttir 0.
Slæm byrjun varð Grindvíkingum að falli í Borgarnesi þar sem lokatölur urðu 119:77 Skallagrím í vil. Þrátt fyrir að Grindvíkingar bitu frá sér í öðrum leikhluta þá var það ekki nóg og Borgnesingar unnu stórsigur.
Skallagrímur-Grindavík 119-77 (39-12, 22-28, 36-14, 22-23)
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 25/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Vigdís María Þórhallsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 5, Hrund Skúladóttir 3, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ashley Grimes 0.
Staða:
1 Snæfell 24 19 5 1741 - 1479 38
2 Keflavík 24 18 6 1752 - 1487 36
3 Skallagrímur 24 18 6 1803 - 1604 36
4 Stjarnan 24 12 12 1598 - 1626 24
5 Valur 24 10 14 1752 - 1728 20
6 Njarðvík 24 10 14 1650 - 1831 20
7 Haukar 24 6 18 1445 - 1659 12
8 Grindavík 24 3 21 1544 - 1871 6
Næstu leikir::
08.03. Grindavík-Njarðvík.
08.03. Keflavík-Skallagrímur.
08.03. Stjarnan-Valur.
08.03. Haukar-Snæfell.