Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Góðgerðarleikur KKÍ í DHL höllinni sunnudaginn 9. október
Föstudagur 7. október 2011 kl. 23:03

Góðgerðarleikur KKÍ í DHL höllinni sunnudaginn 9. október

Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn kemur þar sem Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá fyrra ári mætast.

Keflavík og KR unnu töfalt og munu þau mæta andstæðingum sínum úr Poweradebikarúslitaleikjunum

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Leikirnir verða í DHL höllinni í vesturbænum sunnudaginn 9. október.

17:00 Keflavík – KR Meistarakeppni kvenna

19:15 KR – Grindavík Meistarakeppni karla

KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða af leikjum meistara meistaranna renna til hinna ýmissa góðgerðarmála. Nú í ár ákvað stjórn KKÍ að allur ágóði leikjanna þetta árið muni renna til yngri landsliða sambandsins.


Sögu Meistarakeppni KKÍ má finna hér

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25