Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góðar aðstæður og frábærir krakkar
Sunnudagur 1. desember 2013 kl. 00:00

Góðar aðstæður og frábærir krakkar

Nýr þjálfari ánægður með móttökur

Heiðar Birnir Torleifsson hóf formlega störf fyrsta nóvember sem þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur. Ásamt því er hann íþróttafulltrúi deildarinnar. Heiðar hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur m.a. starfað hjá ýmsum félögum og við knattspyrnuskóla. 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskyldan á Akureyri

„Ég fer aðallega á þrjá staði þegar ég er hér fyrir sunnan; Reykjaneshöllina, Íþróttahús Reykjanesbæjar og til Magga dómara [Þórissonar] að borða,“ segir Heiðar og hlær. Hann segir að honum líði mjög vel hér og hafi fengið góðar móttökur. Aðstæður séu góðar, krakkarnir frábærir og tilbúnir að leggja mikið á sig. „Hér ríkir mikil knattspyrnumenning og það er gaman að koma inn í hana. Foreldrarnir eru mjög áhugasamir og vilja allt gera fyrir börnin sín.“ Sjálfur á Heiðar og eiginkona hans, Inga María Gunnarsdóttir, þrjú börn á aldrinum 3 - 11 ára. Fjölskyldan hans býr á Akureyri þar til Inga María klárar nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann þar næsta vor. „Við fluttum þangað árið 2011 og leigjum húsið okkar í Hafnarfirði þangað til í mars. Þá flytjum við aftur heim,“ segir Heiðar.


Býður upp á alþjóðlegt námskeið

Heiðar er metnaðarfullur og ætlar að bjóða upp á námskeið undir merkjum Coerver Coaching í Reykjaneshöll 27. - 29. desember. „Coerver Coaching er æfingaáætlun í knattspyrnu sem starfar út um allan heim og er undir áhrifum frá kennslu Wiel Coerver. Alfred Galustian og Chelsea goðsögnin, Charlie Cooke, stofnuðu þetta árið 1984.“ Heiðar segir að frá stofnun hafi 8 sjónvarpsþættir á jafn mörgum tungumálum verið gerðir um þessa aðferð, auk myndbanda, mynddiska og bóka á 12 tungumálum. Þá hafi 1,5 milljónir barna og þjálfara tekið þátt í námskeiðum Coerver Coaching sem hefur verið samstarfsaðili Adidas í 20 ár.


Ávinningurinn barna og foreldra

„Þessi hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum. Einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Einblínt er á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum. Virtustu knattspyrnusambönd heims, leikmenn, sérfræðingar og félög viðurkenna þetta og mæla með því,“ segir Heiðar og bætir við að ýtt sé undir sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum með því að gera leikinn skemmtilegan á æfingum. Góður íþróttaandi sé ríkjandi og virðing fyrir öllu í öruggu og lærdómsríku umhverfi. „Ávinningurinn er ekki einungis iðkenda heldur einnig foreldra. Börninauka leikfærni og njóta íþróttarinnar óháð eigin getu. Foreldrarnir fá gæði fyrir fjármuni sína því framfarir verða miklar og skýrar hjá börnunum. Auk þess fæst besta æfing og kennsluáætun í færni knattspyrnumanna sem völ er á í dag,“ segir Heiðar og er sannfærður um góð viðbrögð.

 

VF/Olga Björt ([email protected])