Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góðar aðstæður í Ettelbrück
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 13:58

Góðar aðstæður í Ettelbrück

Keflvíkingar eru komnir til Lúxemborg en þangað héldu þeir í gær af Íslandi til þess að leika gegn FC Etzella í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram á morgun og hefst hann kl. 16:30 að íslenskum tíma eða 18:30 að staðartíma.

Á vefsíðu Keflavíkur (www.keflavik.is) kemur fram að aðstæður hið ytra séu til fyrirmyndar og gistir hópurinn á tveimur hótelum, leikmenn á öðru en aðstoðarmenn og fararstjórar á hinu.

Í hádeginu var um 30 stiga hiti í Lúxemborg og hópurinn á leið í skoðunarferð um borgina. FC Etzella er frá Ettelbrück sem er 7.500 manna bær skammt norðan við höfuðborgina. Keflvíkingar héldu æfingu á æfingavelli félagsins í gær og þótti sá völlur heldur lítill og ansi þurr í hitanum.

VF-mynd/ aðalstúka Etzella en leikvangurinn rúmar um 2000 manns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024