Góð þátttaka í Strandarhlaupi Þróttar í Vogum
Strandarhlaupið (áður Línuhlaup Þróttar Vogum) fór fram um nýliðna helgi. Þetta er þriðja árið í röð sem Strandarhlaupið var haldið og var metþátttaka en 56 hlauparar tóku þátt að þessu sinni
Ungmennafélagið Þróttur vill þakka Landsneti, Sveitarfélaginu Vogum, Brooks, Intersport, hlaup.is og Nordic Deli sem gáfu öllum hlaupurum samlokur að hlaupi loknu kærlega fyrir þeirra aðstoð. Einnig þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem sinntu brautargæslu, tímagæslu og öðrum störfum fyrir þeirra aðstoð. Í kringum 18 sjálfboðaliðar voru að vinna í kringum hlaupið. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.
Hægt er að nálgast öll úrslitin inni á hlaup.is. Ungmennafélagið Þróttur þakkar öllum þeim 56 hlaupurum sem tóku þátt í Strandarhlaupinu. Sjáumst hress og kát aftur á næsta ári.
Sigurvegarar helgarinnar voru:
5. km kvenna Kolbrún Georgsdóttir 23:53
5. km karla Þórólfur Ingi Þórsson 17:10
10.km kvenna Anna Konráðsdóttir 47:10
10.km karla Arnar Pétursson 35:19
Sjá má myndir inni á Facebooksíðu Ungmennafélagsins Þróttar frá hlaupinu.