Góð þátttaka í SI Raflagna þrekmótinu
Flott þrek hélt SI Raflagna þrekmótið í Garði þann 17. mars sl. Alls tóku um fjörtíu manns frá íþróttamiðstöð Garðs og Sandgerðis þátt, en keppt var bæði í para- og einstaklingskeppni og voru keppendur á aldrinum 17-68 ára.
Þetta er í fjórða sinn sem Flott þrek heldur þrekmót í íþróttamiðstöð Garðs og vill Flott þrek koma á framfæri þakklæti til allra keppenda, dómara, starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar og síðast en ekki síst SI Raflögnum, fyrir stuðning og mótshald.
Doddi, Gullý og Þurý: Flott Þrek ásamt Gullý Sig hjá SI Raflögnum, aðal styrktaraðila mótsins.
Drífa BjörnsDrífa Björnsdóttir og Ingimundur Guðnason sigurvegarar parakeppni 39+ í flokki 2.