Góð þátttaka í kvennahlaupinu í Sandgerði
Góð þátttaka var í Kvennahlaupi ÍSÍ í Sandgerði á laugardaginn. Sjötíu þátttakendur tóku þátt í hlaupinu í ár en í boði var að fara 1,5 km, 3 km eða 5 km. Guðrún Ósk einkaþjálfari sá um upphitun á sundlaugarbakkanum og eftir það var sprett úr spori. Þegar komið var í mark fengu þátttakendur verðlaunapening, drykk, krem og þau yngstu fengu bæði sundbolta og buff. Margir þátttakendur nýttu sér heita pottinn og sundlaugina til að slaka á eftir átökin.