Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð stemmning á lyftingamóti Crossfit Suðurnes
Föstudagur 17. apríl 2015 kl. 10:30

Góð stemmning á lyftingamóti Crossfit Suðurnes

Crossfit Suðurnes hélt um sl. helgi sitt fyrsta innanfélags-lyftingamót þar sem að 16 keppendur sjráðu sig til leiks. Keppt var í jafnhendingu og snörun og stig reiknuð útfrá svokölluðum Sinclair stigum þar sem að litið er til hlutfalls samanlagðrar þyngdar sem lyft er á móti líkamsþyngd keppenda.

Nokkuð var um að keppendur bættu sinn persónulega árangur á mótinu og sáust mörg glæsileg tilþrif.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Sporthúsið til að fylgjast með mótinu og var það mál manna að aðstæður til mótahalds í kraftlyftingum í aðstöðu Crossfit Suðurnes væri ekki svo galin en þetta var sem áður segir frumraun stöðvarinnar í slíku mótahaldi.

Úrslit í karlaflokki urðu sem hér segir:

1. sæti - Ingólfur Ævarsson 279,7 Sinclair stig

2. sæti - Sigurður Már Birnisson 262,71 Sinclair stig

3. sæti - Reynir Þorvaldsson - 260,13 Sinclair stig

Úrslit í kvennaflokki:

1. sæti - Íris Rut Jónsdóttir Elizondo 158,39 Sinclair stig

2. sæti - Jóna Margrét Jónsdóttir  143,18 Sinclair stig

3. sæti - Ásta Magga Hjaltadóttir  138,27 Sincair stig

Crossfit Suðurnes setti saman skemmtileg myndbönd frá keppninni og má nálgast myndband af snörun og jafnhendingu kvenna hér og snörun og jafnhendingu karla hér. 


Hér eru nokkrar myndir frá keppninni sem að Bjarni Sigurðsson tók á mótinu.