Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Góð reynsla að spila gegn Real Madrid“ sagði Elías Már
Lið Valerenga gegn Read Madrid, Elías Már fyrir miðju í fremri röð.
Mánudagur 10. ágúst 2015 kl. 09:46

„Góð reynsla að spila gegn Real Madrid“ sagði Elías Már

„Góð reynsla að spila gegn frábæru liði eins og Real Madrid,“ skrifaði Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson eftir leik Valerenga við spænska stórliðið en leikurinn endaði með markalausu jafntefli í gær.

Um var að ræða vináttuleik og hluta af undirbúningi Real fyrir spænsku deildina. Það hefur verið hefð hjá Valerenga að fá stórlið í vináttuleik og nú fengu Elías Már og félagar að spreyta sig gegn einu dýrasta liði heims. Elías hefur verið í byrjunarliði félagsins að undanförnu og skorað nokkur mörk. „Hann kann mjög vel við sig þarna úti, er bara alsæll,“ sagði Ómar faðir hans við VF.

Á myndinni sem birtist á Instrgram síðu Elíasar er okkar maður í baráttu við Kólumbíumanninn James Rodriguez og Walesverjinn Gareth Bale.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024