Góð helgi hjá Jóni Oddi
Sundmaðurinn og Njarðvíkingurinn Jón Oddur Sigurðsson, nú sundmaður hjá KR, fékk Sigurðar-, Guðmundar- og Pálsbikarinn á lokaathöfn Meistaramóts Íslands í sundi um síðustu helgi.
Jón Oddur fékk Sigurðarbikarinn fyrir besta bringusundsafrekið en Jón Oddur synti 50 metra bringu á tímanum 28:96 sekúndum.
Jón Oddur hlaut einnig Pálsbikarinn (besta afrekið á Íslandsmeistaramótinu) og Guðmundarbikarinn (besta afrek karla) fyrir þetta sund.
VF-Mynd/ Jón Oddur hefur einnig verið að gera það gott í sundinu í Bandaríkjunum þar sem hann er við nám en hann syndir þar fyrir Stony Brook Seawolves.