Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð frammistaða Keflvíkinga á Taekwondo móti í Serbíu
Taekvondo ungmenni úr Keflavík með Helga þjálfara.
Föstudagur 26. júní 2015 kl. 20:04

Góð frammistaða Keflvíkinga á Taekwondo móti í Serbíu

Bartosz Wiktorowicz og Ástrós Brynjarsdóttir fóru í dag ásamt 3 öðrum meðlimum íslenska landsliðsins í taekwondo tækni til Serbíu að keppa á Evrópumótinu í tækni. Ástrós er margfaldur Íslands og Bikarmeistari í tækni og Bartosz hefur einnig sigrað mörg mót í tækni. Tækni er önnur aðalkeppnisgreina taekwondo.
 
Ástrós keppir í 15-17 ára aldursflokki kvenna og Bartosz í 12-14 ára aldursflokki drengja. Bartosz keppir einnig í hópatækni drengja 12-14 ára ásamt Hákoni og Eyþóri sem eru úr Ármanni. Evrópumótið er eitt sterkasta mót heims í tækni. Þau hafa lokið keppni í dag á EM í tækni sem haldið er í Belgrad, Serbíu.
Ástrós Brynjarsdóttir varð 9. af 20 bestu keppendum Evrópu í tækni.
Bartosz Wiktorowicz varð í 5.-8. sæti af 16 bestu keppendum Evrópu í hans flokki en hann féll naumlega úr leik í fjórðungsúrslitum í einvígi gegn Evrópumeistaranum Muhammed Emir Yilmaz frá Tyrklandi sem sigraði í flokknum
Bartosz mun einnig keppa með Hákoni og Eyþóri í hópatækni á sunnudag.

Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi þeirra tveggja fyrir þetta mót ásamt viðtali sem tekið var við þau á æfingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024