Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð ferð Keflvíkinga í Þorlákshöfn
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 12:22

Góð ferð Keflvíkinga í Þorlákshöfn

Badmintondeild Keflavíkur gerði góða ferð í Þorlákshöfn á dögunum þar sem badmintonmót á vegum Þórs fór fram. Keflvíkingar sendu 10 þáttakendur til keppni í mótinu og kom hópurinn aftur til Reykjanesbæjar með níu verðlaunapeninga í farteskinu.

 

Í flokki U-17 hlaut Sylvía Dögg Pálsdóttir silfurverðlaun í tvíliðaleik en meðspilari hennar kom frá ÍA á Akranesi. Í flokki U-15 hlaut Karen Guðnadóttir silfur í einliðaleik.

Í aukaflokkum fengu þessi verðlaun: Í U-15 hlaut Margrét Vala Kjartansdóttir silfur í einliðaleik og í flokki U-13 hlutu Lilja María Árnadóttir gull í einliðaleik, Elvar Ingi Ragnarsson gull í einliðaleik og Róbert Ævarsson silfur í einliðaleik og svo Helga Pálína Pálsdóttir sem hlaut gull í tvíliðaleik með meðspilara frá Hamri Hveragerði. Þær Lilja María Árnadóttir og Andrea Lind Hanna Eggertsdóttir hlutu silfur verðlaun í tvíliðaleiknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024