Góð endurkoma hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar og Leiknir skildu jöfn 2-2 í leik liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Leiknismenn náðu 0-2 forystu í upphafi leiks en Grindvíkingar náðu að jafna leikinn í 2-2 áður en fyrri hálfleikur kláraðist. Þar við sat en mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson. Grindvíkingar eru eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 12 leiki.