Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð byrjun Keflavíkurstúlkna dugði skammt
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. júlí 2019 kl. 06:38

Góð byrjun Keflavíkurstúlkna dugði skammt

Keflavíkurstúlkur náðu ekki að ógna Blikastúlkum verulega þrátt fyrir að komast í 0-1 forystu á 5. mínútu þegar liðin áttust við í Kópavogi í gær. Lokatölur urðu 5-2 fyrir Breiðablik sem er á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu.

Sophie Mc Mahon Groff kom Keflavík á bragði mes góðu marki í upphafi leiks en Blikastúlkur voru ekki lengi að jafna leikinn og komast yfir síðan á 15. mínútu og bættu við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmta mark Blika kom svo á 83. Mínútu en Sophie Groff skoraði úr víti og lagaði aðeins stöðu Keflavíkurstúlkna fyrir leikslok.

Breiðablik er í toppsætinu með 34 stig en Keflavík er í 7. sæti með 10 stig.

„Þetta er gríðarlega jafnt og ég vil meina að öll þessi lið sem eru í þessum pakka séu of góð til að falla. Þetta eru mjög sterk lið. Það er mikilvægt að vera ekki að horfa á töfluna. Það er næsti leikur og það er alltaf það sem skiptir mestu máli," sagði Gunnar Jónsson, þjálfari Keflavíkur í viðtali við fotbolta.net eftir leikinn.