Góð byrjun hjá Loga í Finnlandi
Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson fór vel af stað með nýja liðinu sínu ToPo í Finnlandi en hann gerði 15 stig í sínum fyrsta leik með liðinu sl. laugardag.
ToPo lagði UU-Korihait með 17 stiga mun á útivelli, 71-88, og eftir sigurinn eru ToPo í 3. sæti í finnsku úrvalsdeildinni. Logi var ekki í byrjunarliðinu hjá ToPo en kom inn á sem varamaður og lék í 30 mínútur, gerði 15 stig, tók 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu.
ToPo lagði UU-Korihait með 17 stiga mun á útivelli, 71-88, og eftir sigurinn eru ToPo í 3. sæti í finnsku úrvalsdeildinni. Logi var ekki í byrjunarliðinu hjá ToPo en kom inn á sem varamaður og lék í 30 mínútur, gerði 15 stig, tók 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu.