Góð byrjun á sundtímabilinu
Sundmenn úr tveimur elstu hópum ÍRB tóku þátt í Haustmóti Ármanns núna um helgina en þetta mót markar upphaf sundtímabilsins. ÍRB-liðar stóðu sig vel en þeir voru í flestum tilfellum að keppa í greinum sem þeir keppa sárasjaldan í. Þrátt fyrir það höluðu þeir inn verðlaunum og bættu sína fyrri tíma í langflestum tilfellum. Næsta verkefni ÍRB liða er þátttaka á TYR móti Ægis sem fram fer eftir hálfan mánuð.
Sjá nánar hér
VFmynd/elg.