Go-kart brautin vígð
Nýja go-kart brautin í Innri-Njarðvík var vígð og formlega tekin í notkun í gær. Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt mót í tilefni vígslunnar, en það var liður í Coca-Cola Íslandsmeistaramótinu í karti.Keppt var í tveimur flokkum, Reis-bílaflokki og Coca-Cola kartflokki. Í hinum fyrrnefnda mátti sjá þekkta rallökumenn og torfærukappa, sem reyndu með sér á nýjum vettvangi. Sigurvegari í Reis-bílaflokknum var Steingrímur Ingason, rallökumaður, Ómar Björgvinsson hafnaði í öðru sæti og Jón Bjarni Hrólfsson í því þriðja.Í Coca-Cola kartflokki, Íslandsmeistaramótinu í go-kart sigraði Snorri Ragnarsson með 67 stig. Guðmundur Ingi varð í öðru sæti með 61 stig og Steinn Freyr Gíslason varð í þriðja sæti með 61 stig einnig. Mikil ánægja er með nýju brautina, sem er sögð skemmtileg og krefjandi fyrir ökumenn. Það er fyrirtækið Reis-bílar sem sér um rekstur brautarinnar, en almenningur getur reynt fyrir sér í go-karti með leigu á go-kart bíl hjá fyrirtækinu.