Globetrotters nældu í sigur með flautukörfu
Harlem Globetrotters mættu í TM höllina í gærkvöldi en liðið keppti á móti Washington Generals. Lið Globetrotters er þekkt fyrir flotta boltatakta á vellinum og fyrir mikið sjónarspil. Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni og lauk leiknum með sigri Globetrotters með flautukörfu í lokin en Jumping Joe, leikmaður Harlem Globetrotters átti flotta troðslu og tryggði þar með sigurinn.
Það sem er meðal annars óvenjulegt við leikinn er að fjöruggra stiga lína er notuð og fóru þó nokkrar þannig niður í gærkvöldi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.